Stofnandi

Jón Hákon Magnússon stofnaði KOM árið 1986. Mestalla starfsævi sína var hann viðloðandi fjölmiðlun á einn veg eða annan. Jón Hákon var blaðamaður, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, fréttamaður á Sjónvarpinu, hann skrifaði mikið í erlend blöð og var fréttaritari Financial Times um árabil. Hann var yfirmaður alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðvar Reykjavíkurfundar Reagan og Gorbachev og í kjölfarið ráðgjafi ríkisstjórnar Möltu vegna fundar Bush og Gorbachev.


Jón Hákon var félagi í The Institute of Public Relations í Bretlandi frá 1990, European Association of Public Relations Consultants frá 1993 og International Public Relations Association frá 1993. Einnig var hann formaður Almannatengslafélags Íslands frá 2003 til 2005. Jón Hákon Magnússon lést þann 18. júlí 2014.