Bolli Valgarðsson

Ráðgjafi

Bolli Valgarðsson er ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf. Bolli hefur starfað við almannatengsl frá upphafi árs 1992, meðal annars hjá KOM almannatengslum á árunum 1992 til 1996 en einnig í um fjögur ár á öðrum vettvangi. Hann hefur víðtæka reynslu af ólíkum sviðum íslensks atvinnulífs, m.a. sem þáttagerðarmaður hjá RÚV, markaðsstjóri Íslenskrar getspár, framkvæmdastjóri Tannlæknafélags Íslands og kennari viðskiptagreina við MK. 

Bolli er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og hefur að auki lokið námi í markaðs- og útflutningsfræðum frá sama háskóla auk námskeiðs í starfsmannastjórnun.