Soffía Sigurgeirsdóttir

Ráðgjafi

Soffía Sigurgeirsdóttir er ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf. Áður en hún gekk til liðs við KOM í janúar 2015, starfaði hún sem framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á Íslandi. Þar á undan starfaði hún sem sjálfstæður ráðgjafi í almannatengslum, stefnumótun, samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og breytingarstjórnun fyrir íslensk og alþjóðleg fyrirtæki. Soffía hefur víðtæka reynslu af fjármálageiranum, þar sem hún starfaði í 10 ár, síðast sem sérfræðingur á skrifstofu bankastjóra hjá Landsbankanum.

Soffía er með M.Sc. í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og B.A. í sálarfræði frá Háskóla Íslands. Hún er með vottun frá Global Reporting Initiative (GRI) í skýrslugerð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.