Samfélagsábyrgð

Fyrirtæki axla samfélagslega ábyrgð sína á mismundandi hátt. Krafan um að fyrirtæki starfi í sátt við umhverfi sitt og lífríki, virði mannréttindi og jafnrétti og stuðli með virkum hætti að aukinni vellíðan og velferð starfsfólks síns, er helsti hvati þeirrar auknu ábyrgðar.

Mörg fyrirtæki hér á landi hafa mótað sér umhverfisstefnu og vilja með því axla ábyrgð á sviði umhverfismála. Færri hafa markað sér skýra stefnu á sviði samfélags- og mannúðarmála. Ráðgjafar KOM hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við mótun stefnu á sviði umhverfis-, samfélags- og mannúðarmála, innleiðingu í heildarstefnu þeirra og við upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.

Ráðgjafar KOM hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við mótun stefnu á sviði umhverfis-, samfélags- og mannúðarmála, innleiðingu í heildarstefnu þeirra og við upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila. Ráðgjafar aðstoða fyrirtæki til að horfa til leiða, verkefna og aðgerða til að stuðla að framþróun starfseminnar í átt að aukinni sjálfbærni.

Árangursríkasta leiðin er að fylgja aðgerðarbundinni stefnu um samfélagsábyrgð sem er innleidd í starfsemina með vissum aðgerðum sem byggja á alþjóðlegum mælikvörðum líkt og Global Reporting Initiative, Global Compact, Heimsmarkmiðum SÞ, ISO 26000 og UNEP FI. Mikilvægur þáttur í innleiðingu samfélagsábyrgðar hjá fyrirtækjum er skýrslugerð. Markmiðið er að koma ófjárhagslegum upplýsingum fyrirtækis á framfæri til hagaðila en í því felst gagnsæi og á þann veg byggist upp traust gagnvart fyrirtækinu.