Ráðgjafar
Björgvin Guðmundsson
Framkvæmdastjóri
bjorgvin@kom.is
821 1929
Særún Ósk Pálmadóttir
Ráðgjafi – verkefnastjóri
saerun@kom.is
866 8916
Heiða Ingimarsdóttir
Ráðgjafi
heida@kom.is
849 0345
Óli Kristján Ármannsson
Ráðgjafi
olikr@kom.is
869 3208
Tinna Pétursdóttir
Hönnunarstjóri
tinna@kom.is
781 2205
Bolli Valgarðsson
Ráðgjafi
bolli@kom.is
897 9878
Samskipti við stjórnvöld
Fyrirtæki, samtök og hagsmunaaðilar eiga gjarnan mikið undir því að þekkja málsmeðferð ólíkra mála og málstaður þeirra nái athygli stjórnvalda. KOM ráðgjöf hefur áralanga reynslu af því að kynna erindi viðskiptavina sinna á öllum stigum stjórnsýslunnar.
Fjölmiðlar og umræða
Fagleg og heiðarleg samskipti við fjölmiðla er leiðarstef í nálgun KOM. Samskiptaáætlanir, textagerð, mótun skilaboða og eftirfylgni með opinberri umræðu. Hagsmunavöktun á opinberri umræðu sem hefur áhrif á starfsemi og ímynd viðskiptavina.
Almannatengsl og ímynd
Með stöðugri, faglegri og heiðarlegri upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir KOM og styrkir góða ímynd fyrirtækja. KOM greinir umræðu og markaði sem fyrirtæki starfa á, leggur fram samskiptaáætlanir og metur sóknarfæri.
Mörkun og ásýnd
KOM HÖNNUN þróar vörumerki og ásýnd frá grunni eða tryggir að núverandi útlit sé í samræmi við samþykkta mörkun fyrirtækja. Það getur átt við tilkynningar, skilaboð glærukynningar, auglýsingar, vefefni, merkingar eða innréttingar.
Áskoranir og krísur
KOM ráðgjöf vill koma í veg fyrir krísur með góðum undirbúningi, greiningu á áhættuþáttum, áætlunum og þjálfun starfsfólks. Komi upp erfiðar áskoranir í rekstri er krísuteymi KOM fljótt að bregðast við, úrræðagott og faglegt í úrlausnum.
Ráðstefnur og viðburðir
KOMUM ráðstefnu- og viðburðafyrirtæki býr að áratugalangri reynslu starfsfólks í ráðstefnuhaldi. KOMUM sér um allt er viðkemur skipulagi funda og ráðstefna ásamt því að nýta KOM ráðgjöf við mótun skilaboða, kynninga og textagerð.
KOM var stofnað árið 1986 af Jóni Hákoni Magnússyni í kjölfar leiðtogafundar Gorbachev og Reagan í Höfða.
KOM er elsta starfandi ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði almannatengsla og hefur í tæp 40 ár aðstoðað viðskiptavini við stefnumótun og samskipti, bæði innanlands og erlendis.