KOM HÖNNUN hannar vörumerki og ásýnd fyrirtækja frá grunni eða tryggir að núverandi útlit sé í samræmi við samþykkta mörkun fyrirtækja. Það getur átt við tilkynningar, skilaboð glærukynningar, auglýsingar, vefefni, merkingar, básahönnun fyrir sýningar eða innréttingar. Hvort sem ásýnd fyrirtækja er unnin frá grunni eða unnið með hönnun sem þegar er í notkun hefur KOM HÖNNUN komið að fjölmörgum verkefnum fyrirtækja eitt og sér eða sem hluti af teymi KOM ráðgjafar og KOMUM Ráðstefnur við að því að samræma útlit og skilaboð viðskiptavina, sem er liður í að auka traust og trúverðugleika fyrirtækja. Hönnunarstjóri KOM er Tinna Pétursdóttir sem hefur víðtæka reynslu á þessu sviði og er með B.A. gráðu í Visual Communication/grafísk hönnun og mastersgráðu í umbúða- og vörumerkjahönnun frá Ítalíu.